Verkefnisstjórn Landgræðsluáætlunar hefur skilað lokadrögum til UAR

Verkefnisstjórn Landgræðsluáætlunar hefur lokið yfirferð yfir innsendar umsagnir við drög áætlunarinnar og formlega skilað lokadrögum Landgræðsluáætlunar af sér til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Drögin lágu fyrir, til samráðs, á heimasíðu Landgræðslunnar frá 3. maí til 14. júní sl. og alls bárust 22 umsagnir. Verkefnisstjórnin þakkar öllum sem sendu umsagnir og bendir á að svör við innsendum athugasemdum, samantekt Landgræðsluáætlunar, umhverfismat áætlunarinnar sem og lokadrög hennar

Verkefnisstjórn

Í samræmi við lög um landgræðslu nr. 155/2018 skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra verkefnisstjórn sem hafði yfirumsjón með gerð landgræðsluáætlunarinnar. Í henni sitja Árni Bragason, landgræðslustjóri (formaður verkefnisstjórnarinnar), Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitastjórnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ása L. Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Tryggvi Felixson auðlindahagfræðingur skipuð af ráðherra án tilnefningar. Í mars árið 2020 urðu þær breytingar á verkefnisstjórninni að Oddný Steina Valsdóttir tók sæti Guðrúnar Tryggvadóttur sem fulltrúi frá Bændasamtökum Íslands. Starfsfólk Landgræðslunnar veitti verkefnisstjórninni aðstoð og sérfræðiráðgjöf við gerð áætlunarinnar. Þau Þórunn Pétursdóttir sviðsstjóri og Guðmundur Halldórsson sérfræðingur störfuðu með verkefnisstjórn og annað starfsfólk Landgræðslunnar veitti verkefnisstjórninni einnig aðstoð og sérfræðiráðgjöf við gerð áætlunarinnar.