Óskað er eftir umsögnum um drög að Landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.

Umsagnarfrestur er til og með 14. júní.

Tillaga að landgræðsluáætlun var unnin í samráði við önnur stjórnvöld og hagaðila auk þess sem almenningur átt þess kost að hafa áhrif á mótun hennar.

Lýsing og samráð

Vinna við gerð landgræðsluáætlunar hófst í júní 2019 með gerð verkefnislýsingar. Lýsingin var birt í samráðsgátt stjórnvalda í janúar 2020 til kynningar. Þar lá hún frammi í sex vikur og á þeim tíma gafst öllum tækifæri til að koma skriflegum ábendingum við lýsinguna á framfæri til verkefnisstjórnar. Alls bárust sex umsagnir við áætlunina. Verkefnisstjórnin fór yfir innsendar umsagnir og birti svör við þeim á samráðsgáttinni.

Áherslur og lykilviðfangsefni landgræðsluáætlunar byggja á innihaldi landgræðslulaga nr. 155/2018, á áherslum úr skipunarbréfi verkefnisstjórnarinnar, sem og á helstu útkomum stöðumats fyrir málaflokkinn, sem unnið var áður en ráðist var í gerð áætlunarinnar. Við gerð áætlunarinnar var einnig tekið tillit til innsendra athugasemda við verkefnislýsinguna.

Vegna Covid19 faraldursins fór tímalína verkefnisins úr skorðum svo lokaskil áætlunarinnar til ráðherra töfðust um nokkra mánuði:

Tímalína verkefnisins:

Forsendur og viðfangsefni

Samkvæmt 6. gr laga um landgræðslu (155/2018) skal umhverfis- og auðlindaráðherra gefa út, eigi sjaldnar en á fimm ára fresti, landgræðsluáætlun sem gildir til 10 ára í senn. Í henni skal kveðið á um framtíðarsýn og stefnu stjórnvalda í landgræðslu með hliðsjón af markmiðum landgræðslulaganna. Í áætluninni skal meðal annars gera grein fyrir hvernig gæði lands eru best varðveitt, hvernig megi efla og endurheimta röskuð vistkerfi og setja fram tillögur um breytingar á nýtingu lands þar sem það á við. Í áætluninni skal einnig gera grein fyrir markmiðum stjórnvalda um hvernig nýting lands styður best við atvinnu og byggðir í landinu og henni er ætlað að stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd. Þá skal horfa til þess að nýta betur fjármagn og mannafla og samþætta áætlunina við aðrar áætlanir ríkis og sveitarfélaga sem og alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist, svo sem vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda.

Í skipunarbréfi verkefnisstjórnarinnar lagði umhverfis- og auðlindaráðuneytið áherslu á að landgræðsluáætlun 2021-2031 innihaldi eftirfarandi þætti:

 • Umfjöllun um hvernig markmiðum landgræðslulaga skuli náð
 • Sett verði fram langtíma framtíðarsýn með skilgreindum aðgerðum
 • Sett verði fram markmið og aðgerðaáætlun með skilgreindum mælikvörðum á árangur
 • Sérstök áhersla verði lögð á endurheimt vistkerfa á stórum samfelldum svæðum, einkum birki- og víðikjarrs og endurheimt votlendis
 • Sérstök áhersla verði lögð á hvernig ná megi sjálfbærri nýtingu lands
 • Dragi fram samlegð með endurheimt vistkerfa og markmiða á friðlýstum svæðum
 • Hvernig auka megi nýtingu lífrænna efna til landgræðslu
 • Hlutverk landgræðslu í samhengi loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni
 • Tegundanotkun í landgræðslu og hvernig megi tryggja að ekki verði notaðar ágengar framandi tegundir sem numið geta land og dreift sér
 • Skoða þarf sérstaklega hvernig auka megi þátttökunálgun í landgræðslustarfinu með einstaklingum, félagasamtökum, sjálfboðaliðum o.fl
 • Umfjöllun um hvernig megi útfæra samstarf á milli einkaaðila og ríkisins við landgræðslu

Verkefnisstjórn

Í samræmi við fyrrnefnd lög skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra verkefnisstjórn sem hafði yfirumsjón með gerð landgræðsluáætlunarinnar. Í henni sátu Árni Bragason, Landgræðslustjóri (formaður verkefnisstjórnarinnar), Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitastjórnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðrún Tryggvadóttir frá Bændasamtökum Íslands, Ása L. Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Tryggvi Felixson auðlindahagfræðingur. Þau þrjú síðastnefndu voru tilnefnd af ráðherra. Í mars árið 2020 urðu þær breytingar á verkefnisstjórninni að Oddný Steina Valsdóttir tók sæti Guðrúnar Tryggvadóttur. Þórunn W. Pétursdóttir og Guðmundur Halldórsson hjá Landgræðslunni unnu með verkefnisstjórn að gerð áætlunarinnar en fjöldi annars starfsfólks Landgræðslunnar veitti verkefnisstjórninni einnig aðstoð og sérfræðiráðgjöf við vinnuna.

Verkefnisstjórnin fundaði alls 18 sinnum frá því hún var skipuð í júní árið 2019, til byrjun apríl árið 2021. Fundir voru haldir 8. ágúst og 16. september 2019; 19. júní, 18. og 25. ágúst, 11.,16. og 25. september, 23. október og 20. nóvember 2020; 12., 19. og 26. febrúar, 5., 12.,19. og 26. mars og þann 8. apríl 2021.

Kynning tillögunnar

Tillaga að 10 ára stefnumótandi landgræðsluáætlun er hér með lögð fram til opinberrar kynningar í sex vikur á samráðsgátt stjórnvalda. Tillagan er einnig send til umsagnar sveitarfélaga, hlutaðeigandi opinberra aðila og hagaðila og auglýst í dagblöðum á landsvísu, í Lögbirtingablaðinu og á heimasíðu og facebook-síðu Landgræðslunnar.

Ferli að loknum kynningartíma

Eftir að kynningartíma lýkur mun verkefnisstjórn landgræðsluáætlunar vinna úr innsendum athugasemdum og uppfæra tillögu að landgræðsluáætlun í takt við ábendingar sem berast. Verkefnisstjórnin mun svara öllum innsendum athugasemdum og birta á samráðsgátt stjórnvalda að lokinni úrvinnslu þeirra. Verkefnisstjórnin mun þá skila fullbúinni tillögu að landgræðsluáætlun og umhverfismati áætlunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðherra.

Ráðherra mun þá samræma landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt samkvæmt lögum um skóga og skógrækt. Áður en landgræðsluáætlun tekur gildi skal hún kynnt þeirri nefnd Alþingis sem fer með málefni landgræðslumála.

Þegar landgræðsluáætlun hefur tekið gildi mun Landgræðslan, í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og aðra hagaðila, vinna svæðisáætlanir fyrir hvern landshluta á grunni landgræðsluáætlunar. Í svæðisáætlununum verða tilgreind landgræðslusvæði og önnur svæði sem leggja skal áherslu á í landgræðslu og hvernig best er unnið að þeim markmiðum sem fram koma í landgræðsluáætlun að teknu tilliti til skipulagsáætlana og náttúruverndar. Landgræðslan mun kynna drög að svæðisáætlunum opinberlega og óska eftir umsögnum við þær. Í kjölfarið mun stofnunin birta svæðisáætlanirnar. Svæðisáætlanirnar verða síðan endurskoðaðar, eigi sjaldnar en á fimm ára fresti.

Áætlun tengist og byggir á lögum um landgræðslu og ýmsum öðrum lögum, reglugerðum er varða landgræðslu – vernd- og endurheimt vistkerfa og sjálfbæra nýtingu lands. Einnig er stuðst við ýmsar áætlanir Landgræðslunnar, ráðuneyta og sveitarfélaga, sjá viðauka 1.

Samantekt

Í umhverfismati tillögu að landgræðsluáætlun hafa verið skilgreind umhverfisviðmið sem byggja á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (https://www.un.is/heimsmarkmidin/) og lykiláherslum verkefnis Sameinuðu þjóðanna um Áratug endurheimtar vistkerfa (https://endurheimtvistkerfa.is/). Við gerð matsins var horft til þess hvort ástæða væri að hafa Landslagssáttmála Evrópu einnig til hliðsjónar sem umhverfisviðmið. Þar sem markmið landgræðsluáætlunar snúa öll að vernd og endurheimt vistkerfa út frá vistkerfisnálgun, innan landslagsheilda, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbærri landnýtingu var þó ekki talin þörf á því.

Umhverfisviðmiðunum er ætlað að lýsa æskilegri þróun m.t.t. sjálfbærni, verndar og endurheimtar og annarra umhverfismála. Í umhverfismatinu er lagt mat á það hvort markmið og aðgerðir sem lagðar eru til í tillögu að landgræðsluáætlun styðja eða ganga gegn þeirri þróun sem umhverfisviðmiðin fela í sér.

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun munu hafa áhrif á að styðja við áherslur Heimsmarkmiðs 2 um að tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. Áhersla tillögunnar á vernd og endurheimt vistkerfa, aukinni nýtingu lífrænna næringarefna samhliða því að auka kolefnisforða og efla líffræðilega fjölbreytni stuðlar að auknu þanþoli og viðnámsþrótti vistkerfa og eykur um leið nýtingarmöguleika þeirra og möguleikana á að tryggja sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Ef nýtingin er skipulögð á forsendum vistfræði og sjálfbærni mun hún einnig geta aukið framleiðni og framleiðslu í landbúnaði á jákvæðan hátt og er þannig líkleg til að vinna að Heimsmarkmiði 3.

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun hafa beina skírskotun í Heimsmarkmið 6 um sjálfbæra nýtingu og aðgengi að hreinu vatni, aukin vatnsgæði og endurheimt vatnstengdra vistkerfa. Aðgerðir sem snúa að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, landslagsvernd, sjálfbærri landnýtingu og notkun á náttúrumiðuðum lausnum við framkvæmdir eru líklegar til að hafa jákvæð áhrif á getu vistkerfa til að miðla og hreinsa vatn og á vatnsbúskap þeirra og styðja við framfylgd Heimsmarkmiðs 6.

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun um vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbæra auðlindanýtingu falla vel að Heimsmarkmiði 8 um sjálfbæran hagvöxt, bætta nýtingu auðlinda og að dregið sé úr hagvexti sem gengur á umhverfið. Aðgerðirnar fela í sér möguleika á nýjum atvinnutækifærum tengd vernd og endurheimt vistkerfa, nýtingu lífrænna næringarefna, framleiðslu fjölbreyttra afurða eða ferðatengdri þjónustu og styðja þannig við framfylgd Heimsmarkmiðs 8.

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun um aukna útbreiðslu náttúruskóga, aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa ásamt umhverfistengdum greiðslum til landbúnaðarframleiðslu tengjast Heimsmarkmiði 9 um að byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. Aðgerðirnar geta ýtt undir fjölbreytta nýsköpun, svo sem í landbúnaði, smáiðnaði og loftslagstengdum verkefnum og þannig stutt við Heimsmarkmið 9.

 

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun falla vel að Heimsmarkmiði 11 um sjálfbærar borgir og samfélög. Aðgerðunum er ætlað að stuðla að sjálfbærara samfélagi með vernd og endurheimt þeirrar náttúru og arfleifðar sem býr í jarðvegi og gróðri. Með þeim er einnig lögð áhersla á að nýta náttúrumiðaðar lausnir til að auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa í og við þéttbýli og styðja þannig við markmið um að draga úr skaðsemi loftslagsbreytinga og að auka umfang og aðgengi að „villtri“ náttúru innan þéttbýlis og borga sem eru hluti af Heimsmarkmiði 11.

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun ríma mjög vel við Heimsmarkmið 12 um ábyrga framleiðslu og um sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda. Allar aðgerðir sem tengjast vernd, endurheimt og sjálfbærri landnýtingu styðja þannig við framfylgd Heimsmarkmiðs 12.

 

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun eiga öll við Heimsmarkmið 13 um aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Aðgerðir sem snúa að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, landslagsvernd og sjálfbærri landnýtingu fela í sér samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og aukna bindingu þeirra í jarðvegi og gróðri styðja við framfylgd Heimsmarkmiðs 13. Einnig munu aðgerðir sem miða að því að efla þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa til að draga úr tjónnæmi samfélaga hvað varðar náttúruvá styðja við framfylgd þess.

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun hverfast öll um Heimsmarkmið 15 sem fjallar meðal annars um vernd og endurheimt vistkerfa, náttúruskóga þ.m.t., vernd búsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni og að sporna gegn áhrifum ágengra framandi tegunda á vistkerfi. Áherslur tillögunnar á vernd og endurheimt virkra og fjölbreyttra vistkerfa, á aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa, aukna útbreiðslu náttúruskóga og víðikjarrs, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og á aðgerðir sem ætlað er að hindra frekara landnám og útbreiðslu framandi, ágengra tegunda í íslenskri náttúru styðja við markmiðið. Það sama á við um tillöguna að vistkerfavernd verði ráðandi nálgun í allri stefnumótun og ákvörðunum tengdri nýtingu vistkerfa sem og um áhersluna á sjálfbæra landnýtingu sem tekur mið af ástandi vistkerfa og vistgetu þeirra. Áhersla á almenna þekkingu og samstarf hins opinbera, einkaaðila og almennings um vernd, endurheimt og sjálfbærni styður við markmið um að kallað verði eftir fjármagni hvarvetna í því skyni að vernda líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi og nýta á sjálfbæran hátt. Allir þessir þættir skipta miklu máli fyrir framfylgd Heimsmarkmiðs 15.

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun hafa beina skírskotun í Heimsmarkmið 17 um skilvirkara samstarf opinberra aðila, einkaaðila og almennings um sjálfbæra þróun. Áhersla á aukið fjölbreytt samstarf um vernd, endurheimt og sjálfbærni og bætt aðgengi að upplýsingum um ástand vistkerfa og vistgetu þeirra í gegnum upplýsingagátt til að auka fjölbreytt samstarf um vernd og endurheimt og sjálfbærni styðja við Heimsmarkmið 17.

 

 

Markmið og aðgerðir í tillögu að landgræðsluáætlun ríma afar vel við markmið Áratugs Sameinuðu þjóðanna um endurheimt vistkerfa sem er ákall til okkar allra um verndun og endurheimt vistkerfa um allan heim í þágu fólks og náttúru. Markmið ákallsins er að draga úr og snúa við eyðingu og hnignun vistkerfa og endurheimta vistkerfi ásamt því að vernda þau. Virk og fjölbreytt vistkerfi eru mikilvægur grunnur í baráttunni við loftslagsvá og minnkandi líffræðilega fjölbreytni og nauðsynleg sem lífsviðurværi samfélaga. Áherslur tillögunnar að landgræðsluáætlun á vernd og endurheimt virkra og fjölbreyttra vistkerfa, á aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa, aukna útbreiðslu náttúruskóga og víðikjarrs og vernd líffræðilegrar fjölbreytni styður við markmið Áratugs endurheimtar vistkerfa. Það sama á við um áhersluna á að vistkerfavernd verði ráðandi nálgun í allri stefnumótun og ákvörðunum tengdri nýtingu vistkerfa sem og um áhersluna á sjálfbæra landnýtingu sem tekur mið af ástandi vistkerfa og vistgetu þeirra. Áhersla á almenna þekkingu og samstarf hins opinbera, einkaaðila og almennings um vernd, endurheimt og sjálfbærni styður einnig við markmiðið.

Landgræðsluáætlun fellur undir lög um umhverfismat áætlana 105/2006 þar sem lögfest var tilskipun Evrópusambandsins nr. 2001/42/EB um umhverfismat á áhrifum tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun og koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif.

Við mótun tillögu að landgræðsluáætlun eru lögð fram umhverfisviðmið sem er ætlað að lýsa æskilegri þróun og framtíðarsýn með hliðsjón af sjálfbærni. Í umhverfismatinu er lagt mat á umhverfisáhrif ólíkra kosta með því að bera þá saman við markmið áætlunarinnar og umhverfisviðmiðin – hvort markmið landgræðsluáætlunar styðja við viðmiðin eða ganga gegn þeim. Til þess eru skilgreindir umhverfisvísar, mælanlegir þættir sem gefa til kynna hversu mikil eða víðtæk áhrif jarðvegsverndar, endurheimtar vistkerfa og bættrar landnýtingar séu líkleg til að vera á viðkomandi umhverfisþátt.

Umhverfisviðmið landgræðsluáætlunar byggja á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með áherslu á forgangsmarkmið íslenska ríkisins innanlands og í alþjóðasamstarfi og annarra samninga. Auk þess stefnu og áherslur Áratugar endurheimtar vistkerfa.

Eftirfarandi umhverfisviðmið sem byggja á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áherslum Áratugs endurheimtar vistkerfa voru valin og skilgreind:

Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

► Sjálfbærni matvælaframleiðslu

  Tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess og hreinlætisaðstöðu.

  ► Vernd og endurheimt vatnstengdra vistkerfa

  Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum.

  ► Nýting auðlinda til framleiðslu bætt

  Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.

  ► Nýting auðlinda skilvirkari
  ► Innleiðing umhverfisvænna verkferla

   

   

  Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg.

  ► Tryggja vernd náttúru- og menningararfleifðar
  ► Bætt loftgæði í borgum
  ► Bætt auðlindanýting Dregið verði úr tjóni vegna náttúruhamfara (mótvægisaðgerð)
  ► Dregið úr tjóni af völdum loftslagbreytinga
  ► Aukið aðgengi að náttúru innan þéttbýlis
                                          ► Forvarnir efldar

  Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur.

  ► Áætlanir um sjálfbæra neyslu og framleiðslu
  ► Markmiðum um skilvirka nýtingu náttúruauðlinda náð
  ► Nýting uppskeru verði bætt

   

  Aðgerðir gegn loftslagbreytingum og áhrifum þeirra.

  ► Viðbragðsáætlanir og forvarnir af völdum loftslagsbreytinga
  ► Ráðstafanir vegna loftslagbreytinga að finna í áætlunum
  ► Fræðsla um mikilvægi verndar, endurheimtar og sjálfbærrar nýtingar vistkerfa í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra

   

  Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri nýtingu skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu, endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.

  ► Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting vistkerfa
  ► Sjálfbærni, vernd og endurheimt skóga
  ► Stöðvun eyðimerkurmyndunar
  ► Endurheimt hnignandi lands og jarðvegs
                                          ► Spornað gegn hnignun náttúrlegra búsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni
                                          ► Komið í veg fyrir aðflutning ágengra, framandi tegunda og dregið úr áhrifum þeirra á vistkerfi á landi og í vatni
                                          ► Ágengum framandi tegundum útrýmt eða útbreiðslu þeirra stýrt
                                          ► Tekið tillit til gildis vistkerfis og líffræðilegrar fjölbreytni við áætlanagerð og skýrslugerð

  Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða.

  ► Bæta samræmda stefnu varðandi sjálfbæra þróun
  ► Hvetja til skilvirkra samstarfsverkefna hjá hinu opinbera, milli opinbera geirans, fyrirtækja og á meðal almennings og styðja við slík verkefni
  ► Þátttaka í þróunarsamvinnu sem miðar að stuðningi til sjálfshjálpar við vernd, endurheimt og sjálfbæra nýtingu vistkerfa (GRÓ LRT)

  Áratugur Sameinuðu þjóðanna um endurheimt vistkerfa gefur okkur von um að við getum stutt við og hlúð að náttúrunni sem við byggjum lífsafkomu og velferð okkar á.

  ► Efla hnattræna hreyfingu um vernd og endurheimt vistkerfa
  ► Átak í fjármögnun verndar og endurheimtarverkefna
  ► Hvetja til þróun verkferla sem stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu
  ► Hvetja fólk og samfélög til forystu og frumkvæðis í vernd og endurheimtarverkefnum (sbr. Bonn áskorunin)
                                          ► Breyttar neysluvenjur og sjálfbær auðlindanýting
                                          ► Aukin fjárfesting í rannsóknum með aukna þekkingu á vernd og endurheimt vistkerfa að markmiði
                                          ► Byggja upp aukna færni almennings til verndar og endurheimtar vistkerfa
                                          ► Viðhorfsbreyting í átt að vistkerfishugsun og víðtækri þátttöku í vernd og endurheimt vistkerfa
                                          ► Efla skilning ungs fólks og barna á gildi vistkerfishugsunar

   

  Samkvæmt skilgreiningu í lögum um umhverfismat áætlana eru umhverfisþættir eftirfarandi: Samfélag, heilbrigði/lýðheilsa, dýr, plöntur, líffræðileg fjölbreytni, jarðvegur, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar, eignir, menningararfleifð, landslag og samspil þessara þátta. Í verkferlinu er unnin greining á þeim þáttum og fjallað um þá sem gera má ráð fyrir að jarðvegsvernd, endurheimt vistkerfa og bætt/sjálfbær landnýting geti haft áhrif á.

  Eftirfarandi umhverfisþættir eru hafðir til hliðsjónar:

  • Áhrif á lífríki (líffræðileg fjölbreytni, plöntur, dýr, heilbrigði)
  • Áhrif á vatnafar, vatnsmiðlun og vatnsgæði (samfélag, heilbrigði, landslag, líffræðileg fjölbreytni, jarðvegur)
  • Loftslag/kolefnisbinding (líffræðileg fjölbreytni, landslag, samfélag)
  • Notkun innfluttra tegunda ( líffræðileg fjölbreytni, landslag, plöntur og dýr)
  • Áhrif á veðurfar (landslag, vatn, jarðvegur, loft)
  • Loftgæði (heilbrigði, landslag, veðurfar, samfélag)
  • Útivist (landslag, veðurfar, menningararfleifð, jarðmyndanir, heilbrigði)
  • Ásýnd lands/útsýni (s.s. landslag, jarðmyndanir og samfélag)
  • Atvinna/byggðamál (s.s. samfélag)

  Taflan hér að neðan sýnir hvernig annars vegar umhverfisþættir og hins vegar umhverfisviðmið landgræðsluáætlunar – Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna (HM) og Áratugur endurheimtar (ÁE), falla saman:

  Samhliða skilgreiningu umhverfisviðmiða voru skilgreindir umhverfisvísar sem nýtast við stöðumat landgræðslu, umhverfismat tillögunnar, og við mat á árangri áætlunarinnar. Vísarnir endurspegla, líkt og umhverfisviðmiðin og umhverfisþættirnir, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Áratug endurheimtar vistkerfa.

  Þeir umhverfisvísar sem unnið er með við einkunnagjöf eru:

  • Áhrif aðgerða á virkni og fjölbreytileika vistkerfa
  • Áhrif aðgerða á seiglu vistkerfa til að standast náttúruvá
  • Áhrif aðgerða á bætt öryggi eða lífsgæði almennings (aukið skjól, bætt loftgæði, aukin vatnsmiðlun o.s.fr.)
  • Áhrif aðgerða á útivist og náttúruupplifun ferðamanna
  • Áhrif aðgerða á landslagsheildir út frá náttúruvernd
  • Áhrif aðgerða á fornminjar og/eða jarðfræðiminjar
  • Störf tengd jarðvegsvernd/endurheimt vistkerfa og bættri landnýtingu
  • Flatarmál endurheimtaraðgerða á röskuðu landi
  • Áhrif aðgerða á landslag/útsýni
  • Áhrif aðgerða á lífríkið, þ.m.t. fugla, plöntur, smádýralíf og vatnalíf
  • Áhrif á ágengni innfluttra tegunda
  • Áhrif á varanleika kolefnisbindingar sem hlýst af aðgerðum (bæði í jarðvegi og gróðri)
  • Áhrif aðgerða á landlæsi/vistlæsi

   

  Eftirfarandi tafla sýnir hvernig annars vegar umhverfisvísar og hins vegar umhverfisviðmið landgræðsluáætlunar – Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna (SÞ) og Áratugur endurheimtar (ÁE), falla saman:

  Vægiseinkunn

  Í umhverfismati landgræðsluáætlunar voru notaðar fjórar vægiseinkunnir við mat á samræmi tillögunnar við umhverfisviðmið:

  ↑ Styður viðkomandi umhverfisviðmið

  ↔ Hefur engin, lítil eða óljós tengsl við viðkomandi umhverfisviðmið

  ↓ Vinnur gegn viðkomandi umhverfisviðmiði

  ¤ Óvíst um tengsl við viðkomandi umhverfisviðmið

   

  Vinna við umhverfismat landgræðsluáætlunar fór fram að samhliða áætlunargerðinni. Stuðst var við leiðbeiningar um Skipulagsstofnunnar um umhverfismat áætlana við framkvæmd. Þá var viðauki við tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 hafður til hliðsjónar við matið.

   

  Ástand vistkerfa og líffræðileg fjölbreytni þeirra sé í samræmi við vistgetu. Vistkerfavernd er ráðandi í allri stefnumótun og ákvörðunum tengdri nýtingu þeirra. Nýting vistkerfanna er sjálfbær og þau hafa hátt þanþol og öflugan viðnámsþrótt gegn náttúrulegum áföllum og öðru raski. Vistkerfin geyma ríkulegt magn af kolefni í jarðvegi og gróðri og gegna lykilhlutverki í framlagi Íslands við að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim.

   

  Sett eru fram sértæk og mælanleg markmið um hvernig má vernda heil vistkerfi , endurheimta röskuð og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og binda kolefni á ný í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni, auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.

  Enn fremur eru sett fram sértæk og mælanleg markmið um hvernig vistkerfavernd og endurheimtaraðgerðir stuðla að atvinnusköpun og aukinni velsæld íbúa í dreifbýli og þéttbýli. Landgræðsluáætlun er einnig ætlað að efla vistlæsi Íslendinga, auka þekkingu okkar allra á hlutverkum og starfsemi vistkerfa og stuðla að víðtæku samstarfi um vernd, endurheimt og sjálfbæra nýtingu vistkerfa.

  Markmiðið gerir ráð fyrir að vistkerfavernd verði ráðandi nálgun í allri stefnumótun og ákvörðunum tengdri nýtingu vistkerfa og virkni og framleiðslugeta vistkerfa landsins sé í samræmi við vistgetu þeirra.

  Undirmarkmið 1.1: Vernda heil vistkerfi og endurheimta röskuð
  Undirmarkmið 1.2: Vernda og auka kolefnisforða vistkerfa
  Undirmarkmið 1.3: Auka viðnámsþrótt og þanþol vistkerfa
  Undirmarkmið 1.4: Takmarka rask vistkerfa af völdum ágengra framandi tegunda

  Undirmarkmið 1.1. og aðgerðir tengdar því, fela í sér að fyrirliggjandi upplýsingar um ástand vistkerfa og kort sem sýnir áætlaða vistgetu þeirra verða nýtt sem grunngögn til að forgangsraða verndar- og endurheimtaraðgerðum út frá vistgetu, landslagsheildum, landfræðilegri staðsetningu svæða sem og heildarávinningi aðgerða og nýtingarmöguleikum svæðanna.

  Undirmarkmið 1.2. og aðgerðir þess, miða að því að ná jafnvægi á milli losunar og bindingar kolefnis í vistkerfum landsins en uppbygging kolefnisforða sé samt alltaf samofin markmiðum um vernd og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og annarrar vistkerfaþjónustu.

  Undirmarkmið 1.3. og aðgerðir því tengdar, ganga út á að endurheimt viðnámsþrótts og þanþols vistkerfa sé ávallt samþætt markmiðum og áætlunum stjórnvalda um vernd og endurheimt vistkerfa, þróun samfélaga, sjálfbærni og markmiðum um landnotkun og breytta landnotkun (LULUCF) í loftslagsmálum. Einnig að náttúrumiðaðar lausnir séu alltaf valdar sem fyrsti kostur við að draga úr tjónnæmi samfélaga gagnvart náttúruvá.

  Undirmarkmið 1.4. og aðgerðir því tengdar, miða að því að hindra frekara landnám og útbreiðslu framandi, ágengra tegunda í íslenskri náttúru.

  Styður tillaga um markmið 1 í landgræðsluáætlun eða gengur gegn völdum umhverfisviðmiðum?

  ↑ Áhersla á vernd og endurheimt vistkerfa samhliða því að auka kolefnisforða og efla líffræðilega fjölbreytni stuðlar að auknu þanþoli og viðnámsþrótti vistkerfa og eykur um leið nýtingarmöguleika þeirra. Ef nýtingin er skipulögð á forsendum vistfræði og sjálfbærni mun hún einnig geta aukið framleiðni og framleiðslu í landbúnaði og styður þannig við markmiðið.

   

   

  ↑ Vernd og endurheimt vistkerfa og vernd líffræðilegrar fjölbreytni styðja við markmið um vernd og endurheimt vatnstengdra vistkerfa, þ.m.t. fjallenda, skóga, votlendis, áa, grunnvatnsbóla og vatna.

   

   

   

  ↑ Tillögurnar styðja við markmið um bætta nýtingu auðlinda til neyslu og framleiðslu þar sem mögulega gætu skapast ný atvinnutækifæri, svo sem við vernd og endurheimt vistkerfa, landbúnaðarframleiðslu eða við ferðatengda þjónustu.

   

   

   

  ↑ Áherslur á aukna útbreiðslu náttúruskóga, aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og vernd líffræðilegrar fjölbreytni geta ýtt undir fjölbreytta nýsköpun, svo sem í landbúnaðarframleiðslu, ferðaþjónustu, smáiðnaði og loftslagstengdum verkefnum.

   

   

  ↑ Áherslur á aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa í og við þéttbýli styðja við markmið um að draga úr skaðsemi loftslagsbreytinga, svo sem hvað varðar aukna flóðahættu innan borga og að auka umfang og aðgengi að „villtri“ náttúru innan þéttbýlis og borga.

   

   

  ↑ ↔ Áhersla á vernd og endurheimt vistkerfa getur stutt við að markmið um skilvirka og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda náist.

   

   

   

  ↑ Tillögurnar styðja við markmiðið því vernd og endurheimt virkra og fjölbreyttra vistkerfa hækkar þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og dregur þannig úr tjónnæmi samfélaga hvað varðar náttúruvá. Varðveisla kolefnis og aukin varanleg binding þess í jarðvegi og gróðri, með endurheimt vistkerfa styður verulega við markmiðið.

   

   

  ↑ Áherslur á vernd og endurheimt virkra og fjölbreyttra vistkerfa, á aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa, aukna útbreiðslu náttúruskóga og víðikjarrs, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og á aðgerðir sem ætlað er að hindra frekara landnám og útbreiðslu framandi, ágengra tegunda í íslenskri náttúru styðja við markmiðið. Það sama á við um tillöguna að vistkerfavernd verði ráðandi nálgun í allri stefnumótun og ákvörðunum tengdri nýtingu vistkerfa.

   

   

  ↑ Bætt aðgengi að upplýsingum um ástand vistkerfa og vistgetu þeirra í gegnum upplýsingagátt til að auka fjölbreytt samstarf um vernd og endurheimt og sjálfbærni styður við markmið um skilvirkara samstarf opinberra aðila, einkaaðila og almennings.

   

   

  ↑ Áherslur á vernd og endurheimt virkra og fjölbreyttra vistkerfa, á aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og vernd líffræðilegrar fjölbreytni styðja við markmið Áratugarins.

   

  Markmiðið gengur út frá að nýting lands taki mið af ástandi þess og vistgetu og gangi ekki á líffræðilega fjölbreytni, orku- og næringarforða og nauðsynlega jarðvegseiginleika vistkerfa.

  Undirmarkmið 2.1: Landnýting tekur mið af ástandi og getu vistkerfa
  Undirmarkmið 2.2: Hnignun vistkerfa vegna landnýtingar hefur verið stöðvuð
  Undirmarkmið 2.3: Landnýting styður við byggðir og atvinnu í landinu
  Undirmarkmið 2.4: Náttúrumiðaðar lausnir við framkvæmdir

  Undirmarkmið 2.1 og aðgerðir sem því fylgja fela í sér að öll landnýting verði ákvörðuð út frá viðurkenndu mati á ástandi vistkerfa sem byggir á bestu fáanlegu þekkingu hverju sinni.

  Undirmarkmið 2.2. og aðgerðir því tengdar fela í sér að nýting lands á hverjum tíma leiði ekki til hnignunar vistkerfa og aðeins sé nýtt það land sem hægt er að nýta á sjálfbæran hátt samkvæmt viðurkenndum viðmiðum.

  Undirmarkmið 2.3 og aðgerðir þess fela í sér að vernd og endurheimt vistkerfa verði ein af undirstöðunum fyrir opinberum styrkjum til matvælaframleiðslu og annarri starfsemi sem byggir á landnýtingu og stuðli þannig að jákvæðri byggðaþróun.

  Undirmarkmið 2.4 og aðgerðir þess fela í sér að náttúrumiðuðum lausnum verði beitt til að lágmarka áhrif framkvæmda á virkni og fjölbreytni vistkerfa og að lífræn næringarefni sem falla til, séu nýtt á ný til endurheimtar vistkerfa og þannig skilað aftur inn í hringrásir jarðar.

  Styður tillaga um markmið 2 í landgræðsluáætlun eða gengur gegn völdum umhverfisviðmiðum?

  ↑ Tillögur um sjálfbæra landnýtingu styðja við markmið um að tryggja sjálfbærni í matvælaframleiðslu og að taka upp starfshætti sem auka framleiðni og framleiðslu í landbúnaði ásamt því að viðhalda og efla þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og draga þannig m.a. úr áhrifum loftslagsbreytinga.

   

   

  ↑ Sjálfbær landnýting, vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni og náttúrumiðaðar lausnir við framkvæmdir styðja við markmið um vernd og endurheimt vatnstengdra vistkerfa, þ.m.t. fjallenda, skóga, votlendis, áa, grunnvatnsbóla og vatna.

   

   

   

  ↑ Tillögurnar styðja við markmið um bætta nýtingu auðlinda við framleiðslu þar sem mögulega gætu skapast ný atvinnutækifæri, svo sem tengd vernd og endurheimt vistkerfa, nýtingu lífrænna næringarefna, framleiðslu afurða eða ferðatengdri þjónustu.

   

   

  ↑ Áhersla á að styrkir til matvælaframleiðslu verði tengdir við vernd og endurheimt vistkerfa getur ýtt undir fjölbreytta nýsköpun, svo sem í landbúnaði, ferðaþjónustu, smáiðnaði og loftslagstengdum verkefnum.

   

   

   

  ↑ Áherslur á náttúrumiðaðar lausnir sem auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa í og við þéttbýli styðja við markmið um að draga úr skaðsemi loftslagsbreytinga, svo sem hvað varðar aukna flóðahættu innan borga og að auka umfang og aðgengi að „villtri“ náttúru innan þéttbýlis og borga.

   

   

  ↑ Áhersla á jafnvægi milli verndar vistkerfa og sjálfbærrar landnýtingar styður við markmið um skilvirka og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

   

   

   

  ↑ Áherslurnar styðja við markmiðið því virk og fjölbreytt vistkerfi sem eru nýtt á sjálfbæran hátt hafa hátt þanþol og viðnámsþrótt og draga þannig úr tjónnæmi samfélaga hvað varðar náttúruvá. Varðveisla kolefnis og aukin varanleg binding þess í jarðvegi og gróðri, með vernd og endurheimt vistkerfa, og aukin nýting lífrænna næringarefna við endurheimt vistkerfa styðja við markmiðið.

   

   

  ↑ Áhersla á sjálfbæra landnýtingu sem tekur mið af ástandi vistkerfa og vistgetu þeirra styður við markmiðið. Það sama á við um áhersluna að vistkerfavernd verði ráðandi nálgun í allri stefnumótun og ákvörðunum tengdri nýtingu vistkerfa.

   

   

   

  ↑ Bætt aðgengi að upplýsingum um ástand vistkerfa og vistgetu þeirra í gegnum upplýsingagátt til að auka fjölbreytt samstarf um vernd og endurheimt og sjálfbærni styður við markmið um skilvirkara samstarf opinberra aðila, einkaaðila og almennings.

   

   

   

  ↑ Áherslur á sjálfbæra landnýtingu, bætta auðlindanýtingu og náttúrumiðaðar lausnir við framkvæmdir styðja við markmið Áratugarins um að hvetja til þróunar verkferla sem stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu, hvetja til breyttra neysluvenja og sjálfbærrar auðlindanýtingar.

   

   

   

  Markmiðið gengur út á að almenn þekking sé í samfélaginu á orsakasamhenginu milli ástands vistkerfa og loftslagshamfara, möguleika á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og skuldbindinga okkar í loftslagsmálum. Upplýsingagjöf sé víðtæk og öflug hvatakerfi til staðar sem ýta undir þátttöku, samvinnu, stuðning og frumkvæði almennings, fyrirtækja og félagasamtaka í vernd og endurheimt vistkerfa, með og án aðkomu hins opinbera.

  Undirmarkmið 3.1: Almenn þekking á mikilvægi virkra og fjölbreyttra vistkerfa og sjálfbærrar nýtingar lands
  Undirmarkmið 3.2: Þátttökunálganir og samstarf við vernd og endurheimt vistkerfa
  Undirmarkmið 3.3: Fjármögnun verndar- og endurheimtarverkefna

  Undirmarkmið 3.1 og aðgerðir þess fela í sér að þekking á ástandi vistkerfa stýri nýtingu náttúruauðlinda og skilningur sé á mikilvægi virkra og fjölbreyttra vistkerfa til að aðlagast eða að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Einnig að hagrænt mat á virði vistkerfa sé nýtt til grundvallar í ákvarðanatöku stjórnvalda tengdum framkvæmdum.

  Undirmarkmið 3.2 og aðgerðir tengdar því fela í sér að virkt samstarf sé innan stjórnsýslunnar og á milli stjórnsýslustiga um gerð og samþættingu stefnumótandi áætlana sem tengjast landnotkun og að hagsmunaaðilar, félagasamtök, fyrirtæki og almenningur taki virkan þátt í þeirri vinnu.

  Undirmarkmið 3.3 og aðgerðir þess fela í sér að styrkir til landbúnaðar verði með skýra umhverfistenginu, umfangsmikil endurheimtarverkefni verði fjármögnuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem sjá hagrænan ávinning í að fjárfesta í vernd og endurheimt, til dæmis með skattaívilnunum.

  Styður tillaga um markmið 3 í landgræðsluáætlun eða gengur gegn völdum umhverfisviðmiðum?

  Á ekki við

   

   

   

   

  Samstarf innan stjórnsýslunnar og á milli stjórnsýslustiga um vernd og endurheimt vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni styðja við markmið um vernd og endurheimt vatnstengdra vistkerfa, þ.m.t. fjallenda, skóga, votlendis, áa, grunnvatnsbóla og vatna.

   

   

  Á ekki við

   

   

   

   

  Á ekki við

   

   

   

   

  ↑ Áherslur á samstarf innan stjórnsýslunnar og á milli stjórnsýslustiga, með aðkomu einkaaðila, félagasamtaka og almennings að samþættri áætlanagerð um aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa í og við þéttbýli styðja við markmið um að draga úr skaðsemi loftslagsbreytinga innan borga.

   

   

   

  ↑ Áhersla á samstarf og upplýsingamiðlun um ástand vistkerfa, mikilvægi virkra og fjölbreyttra vistkerfa og sjálfbæra auðlindanýtingu styður við markmið um að fólk sé upplýst og meðvitað um sjálfbæra þróun og að markmiðum um sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda verði náð.

   

   

   

  ↑ Áherslur á samstarf innan stjórnsýslunnar og á milli stjórnsýslustiga, með virkri aðkomu hagsmunaaðila, fyrirtækja, félagasamtaka og almennings að samþættri áætlanagerð um aukið þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa til að bregðast við og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga sem og áherslur á aukna þekkingu og samstarf um vernd, endurheimt og sjálfbæra nýtingu í þágu loftslags, styðja við markmiðið.

   

   

  ↑ Áhersla á almenna þekkingu og samstarf hins opinbera, einka-aðila og almennings um vernd, endurheimt og sjálfbærni styður við markmið um að kallað verði eftir fjármagni hvarvetna til að vernda líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

   

   

   

  ↑ Áhersla á aukið fjölbreytt samstarf um vernd, endurheimt og sjálfbærni styður við markmið um skilvirkara samstarf opinberra aðila, einkaaðila og almennings. Þátttaka í þróunarsamvinnu sem miðar að stuðningi til sjálfshjálpar við vernd, endurheimt og sjálfbæra nýtingu vistkerfa (GRÓ LRT) styður einnig við markmiðið.

   

   

   

  ↑ Áhersla á átak í fjármögnun verndar og endurheimtarverkefna og fjölbreytt samstarf og þekkingarmiðlun, þvert á samfélagsgeira styður við markmið um að hvetja fólk og samfélög til forystu og frumkvæðis í verndar- og endurheimtarverkefnum (sbr. Bonn áskorunin), aukna færni almennings og viðhorfsbreytinga í átt að vistkerfishugsun og víðtækri þátttöku í vernd og endurheimt vistkerfa.

   

  Áætlun tengist og byggir á eftirfarandi lögum, reglugerðum er varða landgræðslu – vernd- og endurheimt vistkerfa og sjálfbæra nýtingu lands:

  Jafnframt styðst áætlunin við eftirfarandi upplýsingar:

  Verkefnisstjórn

  Í samræmi við lög um landgræðslu nr. 155/2018 skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra verkefnisstjórn sem hafði yfirumsjón með gerð landgræðsluáætlunarinnar. Í henni sitja Árni Bragason, landgræðslustjóri (formaður verkefnisstjórnarinnar), Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitastjórnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ása L. Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Tryggvi Felixson auðlindahagfræðingur skipuð af ráðherra án tilnefningar. Í mars árið 2020 urðu þær breytingar á verkefnisstjórninni að Oddný Steina Valsdóttir tók sæti Guðrúnar Tryggvadóttur sem fulltrúi frá Bændasamtökum Íslands. Þau Þórunn Pétursdóttir sviðsstjóri og Guðmundur Halldórsson sérfræðingur störfuðu með verkefnisstjórn og annað starfsfólk Landgræðslunnar veitti verkefnisstjórninni einnig aðstoð og sérfræðiráðgjöf við gerð áætlunarinnar.